Félagsfundir Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Félagsfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Félag rannsóknastjóra stendur fyrir “meet & greet” fundi miðvikudaginn 18. október 2023 í húsakynnum Rannís í Borgartúni 30, 3. Hæð,  frá kl. 15:0018:00. Fyrst verður stutt dagskrá, en meginmarkmiðið fundarins er að hittast og spjalla og tengjast og ræða hvað liggur fólki á hjarta og hvernig félagið getur stutt við starf félagsmanna.

Dagskrá:

15:00 Hulda Proppé setur fundinn og segir stuttlega frá því hvað er framundan.

15:10 Sigþrúður Guðnadóttir ætlar að segja okkur frá Customer Journey Mapping

15:30 Hulda Proppé og félagar ætlar að segja frá RM Roadmap verkefninu

Boðið verður upp á léttar veitingar og því óskum við eftir að rannsóknastjórar skrái þátttöku hér

Haldinn í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 15.00 – 17.00

18 félagar mættu á fundinn

Dagskrá:

  • Kynning á Rannsóknasjóði
  • Kynning á Innviðasjóði
  • Kynning á breytingum á umsóknakerfi vegna sóknarstyrkja RANNIS
  • Árangur Íslands í H2020

Steinunn S. Jakobsdóttir kynnti rannsóknasjóð og innviðasjóð og spunnust umræður í framhaldi af því um lagalega ábyrgð verkefnisstjóra/stofnunar á meðferð styrkja.  Lagt var t.d. til að RANNIS færi fram á „letter of intent“ þegar einstaklingar sækja um styrk í nafni stofnunar, til að tryggja að stofnun vissi alltaf og væri samþykk styrkumsókn.  Steinunn lofaði að koma þessu til skila.

Umsóknarfrestur í rannsóknasjóð er 15. júní og verða eyðublöð til líklega strax eftir páska.

Fram kom einnig að 206 milljónir eru nú í innviðasjóði og er verið að skoða að breyta reglum þannig að stærri verkefni verði styrkt í framtíðinni og þá tæki og innviðir sem gagnast fleirum.

Þær Elísabet og Steinunn bentu á að 2 skýrslur hefðu verið gerðar á vegum menntamálaráðuneytisins, annars vegar um vöktunarmál og hins vegar um innviðamál.  Þessar skýrslur verða birtar á vef ráðuneytisins og mun Elísabet láta félagsmenn vita um leið og það gerist og sjá til þess að krækja á þær verði sett á vef félagsins.

Elísabet sagði frá breytingu á umsóknakerfi sóknarstyrkja RANNIS.  Í framtíðinni verður hægt að sækja allt árið, lokað fyrir umsóknaár í lok október og styrkir greiddir út í nóvember.  Góðar ábendingar um breytingar á kerfinu höfðu borist frá HÍ og voru þær flestar teknar til greina við endurhönnun kerfisins, ensk þýðing býður þó næsta árs.  Reiknað er með að nýtt kerfi verði opnað fyrir páska.  Sömu upphæðir og gerðir styrkja verða í boði á þessu ári og síðasta ár.

Í lokin skýrði Elísabet frá árangri Íslands af þátttöku í H2020 og kom fram að í lok árs 2016 er árangurshlutfall Íslands í heildina er rúm 14% og í peningum 42milljónir evra.  Elísabet mun senda okkur excel skjalið og það verður einnig sett á vefsíðu félagsins.


Fundur um opið aðgengi og H2020

Haldinn að Bifröst 14. október 2016

Glærur Birnu Gunnarsdóttur um opið aðgengi eru hér.

Upptaka frá fundinum með glærum Birnu og Mirjam Siesling verður sett inn á vefsíðu okkar fljótlega.

Sigrún Ólafsdóttir, RANNIS,  kynnti fyrir okkur helstu tækifæri innan félags-, hag-  og hugvísinda (Societal Challenge 6) hér eru glærur hennar.

————-

Um DARMA – félag rannsóknastjóra í Danmörku

Fundurinn var haldinn í Odda 101, Háskóla Íslands 12. desember 2013.  John Westensee formaður DARMA – félags rannsóknastjóra í Danmörku sagði frá dönsku samtökunum og ýmsum alþjóðlegum einnig.

Meðfylgjandi eru tvær glærukynningar Johns. Annars vegar kynning á DARMA og alþjóðlegum samtökum og hins vegar kynning á skipulagningu rannsóknaþjónustu Árósarháskóla.

Kynning á rannsóknaþjónustu Árósarháskóla

Kynning á DARMA og alþjóðlegum samtökum 2013

Í lok fundar kynnti Kristján Kristjánsson nýtt COST verkefni sem félagið tekur þátt í og sagðist myndi biðja áhugasama um að skrá sig í vinnuhópa í verkefninu, með tölvupósti daginn eftir.