All posts by Ásta Sif Erlingsdóttir

Námsheimsóknir styrktar af BESTPRAC verkefninu

ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRAC, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði. Umsóknarfrestir eru 1. febrúar, 1. apríl, 1. júní og 1. ágúst. Umsækjendur hafa sjálfir samband við stofnun sem á að heimsækja.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins – hér.

Námskeið – Hvað þarf til að styrkumsókn beri árangur?

Námskeið í gerð árangursríkra styrkumsókna.

Hátíðarsal Háskóla Íslands 6. nóvember 2014 kl. 9.30 – 14.00
Leiðbeinandi: Robert Porter, PhD.

Námskeiðsgjald er 10.000. Veitingar og námskeiðsgögn eru  innifalin í verðinu.
Skráningar skulu berast fyrir mánudaginn 3. nóvember.  Skráning

Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði í gerð árangursríkra styrkumsókna. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð árangursríkra umsókna en námskeiðið er sérstaklega miðað að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í umsóknargerð. Farið verður yfir skilgreiningu verkefnis og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Samanburður verður gerður á hefðbundnum akademískum texta og texta í styrkumsóknum. Skilgreindar verða algengar gildrur sem sem geta fellt umsókn og þátttakendum gefin góð ráð um hvernig hægt er að forðast þær. Sérstök áhersla verður lögð á að svara spurningunni hvernig eigi að skrifa umsókn þannig að hún falli í kramið hjá sem meta umsóknir.
Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:
§  Alvarlegustu mistök við gerð styrkumsókna og hvernig má varast þau
§  Tvö mikilvæg skref sem geta tvöfaldað möguleika á árangri
§  Hvernig maður kemur sér í mjúkinn hjá matsmönnum
§  Einfaldar leiðir til að skrifa betri styrkumsóknir
§  Myndir: að selja hugmyndir með myndrænni framsetningu
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bandaríkjamaðurinn Robert Porter, PhD
Robert Porter er þekktur fyrirlesari og námskeiðshaldari og hefur haldið námskeið um umsóknaskrif á alþjóðavettvangi í fjölda ára. Áður starfaði hann sem forstöðumaður rannsóknaþróunardeildar University of Tennessee. Robert Porter er handhafi Distinguished Faculty Award sem veitt eru af Alþjóðasamtökum rannsóknastjóra. Hann er með rúmlega 30 ára reynslu sem prófessor, ráðgjafi og rannsóknastjóri og hefur m.a. í gegnum störf sín fengið rúmlega 8 milljónir dollara í styrki frá opinberum- og einkasjóðum.  Robert Porter PhD, er með háskólagráðu í munnlegum samskiptum eða speech communication.

Aðalfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi

  Reykjavík 7. apríl 2014

Ágæti félagi,

Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til annars aðalfundar félagsins miðvikudaginn 30. apríl 2014, kl. 16.15.

Fundurinn verður haldinn hjá MATÍS, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík

Dagskrá aðalfundar:

1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.  Skýrsla stjórnar lögð fram

3.  Reikningar lagðir fram til samþykktar

a. Kosning eftirlitsmanns

4.  Lagabreytingar

5.  Ákvörðun félagsgjalds

6.  Kosning stjórnar

7.  Önnur mál

Hugmyndir að nýjum verkefnum/námskeiðum?

Í lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar.

Með von um að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur

f.h. stjórnar Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Ásta Sif Erlingsdóttir, formaður

Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn

EARMA auglýsir eftir leiðbeinendum, matsmönnum og fl.

EARMA – félag rannsóknastjóra í Evrópu auglýsir eftir leiðbeinendum, matsmönnum og stofnunum til að taka þátt í nýju verkefni sem felst í því að bjóða eininganám
fyrir rannsóknastjóra.  Sjá meðfylgjandi bréf frá félaginu

Dear Colleague,

“Ref: EARMA Professional Development Programme

We would like to inform you that the documentation for the Call for Trainers, the Call for Assesors and the Call for Host Organisations has now been updated.

The new deadline is the 11th of April 2014.

Kind regards,

On behalf of the Professional Development Working Group”