Aðalfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi

  Reykjavík 7. apríl 2014

Ágæti félagi,

Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til annars aðalfundar félagsins miðvikudaginn 30. apríl 2014, kl. 16.15.

Fundurinn verður haldinn hjá MATÍS, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík

Dagskrá aðalfundar:

1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.  Skýrsla stjórnar lögð fram

3.  Reikningar lagðir fram til samþykktar

a. Kosning eftirlitsmanns

4.  Lagabreytingar

5.  Ákvörðun félagsgjalds

6.  Kosning stjórnar

7.  Önnur mál

Hugmyndir að nýjum verkefnum/námskeiðum?

Í lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar.

Með von um að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur

f.h. stjórnar Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Ásta Sif Erlingsdóttir, formaður

Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn