Námskeið: Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon 2020

Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020 og Horizon Europe föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 9:00 – 12:30. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík. Námskeiðið er ætlað umsækjendum og verkefnastjórum eða rannsóknastjórum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Frekari upplýsingar og skráning er á heimasíðu rannís.