PURE – Annedorte Vad – kynning
Félag Rannsóknastjóra á Íslandi býður til opins félagsfundar um hvernig Rannsóknaþjónusta Verslunarháskólans í Kaupmannahöfn , CBS, nýtir PURE gagnagrunnin við umsýslu verkefna.
Fyrirlesari verður Annedorte Vad deildarstjóri Rannsóknaþjónustu CBS, en hún hefur mikla reynslu af því að nýta PURE við umsýslu verkefna.
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu HR (M101)
Þriðjudaginn 17. september kl. 17.00 – 18.00
Kynningin fer fram á ensku – félagar eru hvattir til að mæta og gestir eru velkomnir
Annedorte og Karen Slej samstarfskona hennar eru í heimsókn hjá Háskóla Íslands á ERASMUS styrk.