IceARMA – aðalfundur 26. nóvember 2024 kl. 15

Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 kl. 15-17.30 verður haldin aðalfundur ICEARMA – félags rannsóknastjóra á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands  í Háskólatorg 101

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf og eru drög að dagskrá fundarins eftirfarandi:

Drög að dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagssgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn.

Að loknum fundinum verður boðið uppá léttar veitingar á kaffistofu starfsmanna á annarri hæði Í Odda, Háskóla Íslands.

Félag rannsóknastjóra á Íslandi hefur vaxið frá stofnun og er nú skipað breiðum hópi sérfræðinga í rannsóknum sem ekki bera titilinn rannsóknastjóri. Enska heitið (-ARMA) ber með sér tilvísun í Research managers and administrators. Því köllum við eftir áliti ykkar á nýju íslensku nafni sem myndi betur endurspegla meðlimi félagsins. Hér að neðan eru tillögur sem við biðjum ykkur um að kjósa um, en við köllum sérstaklega eftir nýjum nafnahugmyndum. Þegar hugmyndum hefur verið safnað, verður kosið  um nýtt nafn félagsins á aðalfundi ICEARMA þann 26. nóvember. Vinsamlegast svarið könnuninni fyrir 20. nóvember. 

Her er krækja á könnun vegna nafnabreytingar ICEAMRA: : https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=Dl_6CRghVkaFKWd-2P2-eHfXeJmTWNNJh-S4OSknp-lUMUhLSzZXUkZBUUtSREdNQ0FGT1YxVk5KNS4u

Hlökkum til að sjá ykkur á ICEARMA aðalfundinum 26. nóvember næstkomandi og til að ræða verkefnin framundan.

___

Tuesday, November 26, 2024 at 15-17.30 the general meeting of ICEARMA will be held. The meeting will be held at the University of Iceland, Háskólatorg 101

The agenda for the meeting will include general meeting duties. The draft agenda for the meeting is as follows:

Draft of meeting Agenda

  1. Election of chairperson and secretary of the meeting
  2. Board report submitted
  3. Invoices submitted for approval
  4. Legal changes
  5. Determination of membership fee
  6. Election of the board
  7. AOB

Note that only debt-free members have the right to vote at the general meeting.

After the meeting, light refreshments will be served in the staff cafeteria on the second floor of Oddi, University of Iceland.

The association of research managers in Iceland has grown since its foundation and is now made up of a wide group of experts in research management and research support who do not hold the title of “rannsóknastjóri“. The English name (-ARMA) refers to Research managers and administrators. Therefore, we are asking for your opinion on a new Icelandic name that would better reflect the members of the association. Below are suggestions we’re asking you to vote on, but we are especially calling for new name ideas. Once the ideas have been collected, a new name  for the association will be voted on at ICEARMA’s general meeting on November 26. Please answer the survey by November 20th.

Here is a link to a survey regarding IceAMRA’s name change: https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=Dl_6CRghVkaFKWd-2P2-eHfXeJmTWNNJh-S4OSknp-lUMUhLSzZXUkZBUUtSREdNQ0FGT1YxVk5KNS4u

We look forward to seeing you at the ICEARMA General Meeting on November 26th and discuss the work ahead.

INORMS 2025 – INORMS og EARMA halda saman ráðstefnu í Madrid á Spáni 6-8 maí 2025

INORMS 2025 verður haldið í Madrid 6-8 maí 2025. EARMA eru gestgjafar ráðstefnunnar í fyrsta sinn og er þetta því sameiginleg ráðstefna INORMS og EARMA. Árleg ráðstefna EARMA fellur því niður árið 2025 en verður aftur á dagskrá 2026. Þema ráðstefnunnar er “A Sustainable Profession in a Sustainable World”.

Lögð er áhersla á eftirfarandi efni: “Building Better RMA Services”; “Governance and Regulation”; “Knowledge and Valorisation”; “Open Science”; “Proposal, Award and Project Management”; “Responsible Use of AI in Research Managment”; “Transnational Collaborations”; “Sustainability in RMA” og “Responsibility, Ethics, and EDI in Research and Innovation.

Frekari upplýsingar má finna hér: https://earma.org/conferences/inorms-congress-madrid-2025/

EARMA – Next-Gen of Research Management: Elevating Post-Award with AI tools, security considerations, and ethical practices

Við vekjum athygli á þessari rafrænu málstofu um gervigreind og vinnu við rannsókna-þjónustu sem EARMA heldur þann 7. nóvember 2024 kl. 10-13 CET. Markmið malstofunnar er að skoða hvernig gervigreind getur styrkt rekstur rannsóknaverkefna (post-award). Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en það þarf að skrá sig. Hér er slóð á frekari upplýsingar og tengill til að skrá sig á viðburðinn: https://earma.org/conferences/next-gen-of-research-management/

Félagsfundur 18. október 2023

Félag rannsóknastjóra stendur fyrir “meet & greet” fundi miðvikudaginn 18. október 2023 í húsakynnum Rannís í Borgartúni 30, 3. hæð,  frá kl. 15:00–18:00. Fyrst verður stutt dagskrá, en meginmarkmiðið fundarins er að hittast og spjalla og tengjast og ræða hvað liggur fólki á hjarta og hvernig félagið getur stutt við starf félagsmanna.

Dagskrá:

15:00 Hulda Proppé setur fundinn og segir stuttlega frá því hvað er framundan.

15:10 Sigþrúður Guðnadóttir ætlar að segja okkur frá Customer Journey Mapping

15:30 Hulda Proppé og félagar ætlar að segja frá RM Roadmap verkefninu

Boðið verður upp á léttar veitingar og því óskum við eftir að rannsóknastjórar skrái þátttöku hér

Óskað eftir tilnefningum í nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð

Tilnefningarnefnd fyrir nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð óskar eftir tilnefningum um fulltrúa í ráðið.

Nefndin starfar á grundvelli laga um Vísinda- og nýsköpunarráð sem tóku gildi þann 1. apríl sl. Markmið laganna er að efla stefnumótun og samhæfingu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Við tilnefningu fulltrúa í Vísinda- og nýsköpunarráð skal tilnefningarnefndin hafa hlutverk ráðsins að leiðarljósi og leggja áherslu á að það sé skipað fólki með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar. Forsætisráðherra, í samráði við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar níu fulltrúa í ráðið á grundvelli tillagna tilnefningarnefndar og jafn marga til vara.

Formaður tilnefningarnefndarinnar er Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og er hún skipuð án tilnefningar. Aðrir í nefndinni eru Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, en þau eru bæði tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins, Róbert Farestveit sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, tilnefndur af ASÍ og Sigríður Mogensen sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.

Tilnefningar um fulltrúa í Vísinda- og nýsköpunarráð skal senda á netfangið for@for.is í síðasta lagi 23. apríl nk. Æskilegt er að tillögum fylgi upplýsingar um starfsferil viðkomandi, t.d. hlekk á Linkedin síðu eða annað.

Hvernig á að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Marie Curie áætlun Horizon Europe?

Þann 9. og 10. maí nk. standa Rannís og Félag rannsóknastjóra fyrir námskeiði um hvernig skrifa eigi árangursríkar umsóknir í Marie Curie áætlun Horizon Europe.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur, matsferli og önnur grundvallaratriði við skrif umsókna í MSCA áætlunina. Náskeiðið stendur frá 9:00-17:00 báða dagana.

Námskeiðið fer frá á ensku og er ætlað umsækjendum, verkefnastjórum, jafnt sem rannsóknastjórum og öðrum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í MSCA  áætlun Horizon Europe.

Leiðbeinandi er Jitka Erylmaz sérfræðingur hjá EFMC með áherslur á MSCA prógrammið

Hámarksfjöldi þátttakenda er 30

Staður: Reykjavik Edition Hótelið, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Námskeiðsgjald: 80.000, félagar í Félagi rannsóknastjóra greiða 65.000 kr.

Innifalið námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffiveitingar.

Skráning

EURESTMA – European Research and Transfer Management Certificate

Nýtt nám fyrir aðila sem vinna við rannsóknaþjónustu. Námið inniheldur tvö tveggja vikna námskeið (19-23. júní 2023 í Osnabrück, Þýskalandi og 23-27. október 2023 í Brussel, Belgíu), auk skila á verkefnum. Þetta er nýtt nám og eru ekki rukkuð námsgjöld nú þegar verið er að prufukeyra námið, en nemendur þurfa að greiða ferða og uppihaldskostnað. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2023.

Slóð á frekari upplýsingar: https://www.hs-osnabrueck.de/en/translate-to-english-kompetenzzentrum-hochschul-und-wissenschaftsmanagement/translate-to-english-zertifikatsprogramme-und-studium-einzelner-module/eurestma/

Félagsfundur um Horizon Europe

Haldinn var félagsfundur um Horizon Europe, næstu rannsóknaáætlun ESB sem hefur göngu sína um næstu áramót, í Háskóla Íslands 20. febrúar síðastliðinn. Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís kynnti stöðu mála við mótun áætlunarinnar og árangur Íslands í núverandi áætlun Horizon 2020.

Nálgast má kynningu Aðalheiðar hér.