IceArma

— félag sérfræðinga í rannsóknaþjónustu

IceArma

— Félag sérfræðinga í rannsóknaþjónustu

Um okkur

IceArma vinnur að því að efla og styðja við rannsóknastarf á Íslandi. Við tengjum saman fræðimenn, rannsakendur og stjórnendur til að stuðla að betri nýtingu þekkingar og hagnýtingu rannsókna á landsvísu og alþjóðavísu. IceArma leggur áherslu á að veita stuðning við þá sem hafa faglega hagsmuni í rannsóknum, stjórnsýslu og verkefnastjórnun.

IceArma starfar í nánd við fræðasamfélagið, rannsóknastofnanir, fyrirtæki og stjórnsýslu til að skapa tækifæri fyrir nýjar rannsóknir og þróun á öllum sviðum samfélagsins. Meðlimir okkar hafa aðgang að fjölbreyttum úrræðum og fræðslu sem nýtast til að efla faglega færni og skapa nýjar tengingar við samstarfsaðila bæði innanlands og utan.

Fréttir

Vilt þú gerast meðlimur?

Ert þú rannsóknastjóri eða sérfræðingur í rannsóknaþjónustu?

Ef svo er, þá hefur þú e.t.v. rétt á að gerast meðlimur IceArma!

Meðlimir hafa atkvæðisrétt innan félagsins og taka því virkan þátt í að móta starf og stefnu þess.

Markmið
& stefna

Markmið IceArma eru að:

— Rannsóknastjórar deili með sér þekkingu

— Halda sameiginleg námskeið fyrir rannsóknastjóra

— Auka vægi rannsóknastjóra sem einnar heildar í rannsóknaumhverfinu

— Nýta mátt fjöldans ef þrýsta þarf á „kerfið“

— Taka þátt í norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi rannsóknastjóra

Félagið var stofnað 19. nóvember 2012.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu tölvupóst með nýjustu fréttum af starfi okkar og viðburðum

Samstarfsaðilar IceArma

Darma

Félag rannsóknastjóra í Danmörku

FINN—Arma

Félag rannsóknastjóra í Finnlandi

NARMA

Félag rannsóknastjóra í Noregi

SWARMA

Félag rannsóknastjóra í Svíþjóð

INORMS

Alþjóðleg samtök rannsóknastjóra

EARMA

Evrópsk samtök rannsóknastjóra