Fréttir
IceARMA – aðalfundur 26. nóvember 2024 kl. 15
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 kl. 15-17.30 verður haldin aðalfundur ICEARMA – félags rannsóknastjóra á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands í Háskólatorg 101 Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf og eru drög að dagskrá fundarins eftirfarandi: Drög að dagskrá Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn. Að loknum fundinum verður boðið uppá léttar veitingar á kaffistofu starfsmanna á annarri hæði Í Odda, Háskóla Íslands. Félag rannsóknastjóra á Íslandi hefur vaxið frá stofnun og er nú skipað breiðum hópi sérfræðinga í rannsóknum sem ekki bera titilinn rannsóknastjóri. Enska heitið (-ARMA) ber með sér tilvísun í Research managers and administrators. Því köllum
INORMS 2025 – INORMS og EARMA halda saman ráðstefnu í Madrid á Spáni 6-8 maí 2025
INORMS 2025 verður haldið í Madrid 6-8 maí 2025. EARMA eru gestgjafar ráðstefnunnar í fyrsta sinn og er þetta því sameiginleg ráðstefna INORMS og EARMA. Árleg ráðstefna EARMA fellur því niður árið 2025 en verður aftur á dagskrá 2026. Þema ráðstefnunnar er “A Sustainable Profession in a Sustainable World”. Lögð er áhersla á eftirfarandi efni: “Building Better RMA Services”; “Governance and Regulation”; “Knowledge and Valorisation”; “Open Science”; “Proposal, Award and Project Management”; “Responsible Use of AI in Research Managment”; “Transnational Collaborations”; “Sustainability in RMA” og “Responsibility, Ethics, and EDI in Research and Innovation. Frekari upplýsingar má finna hér: https://earma.org/conferences/inorms-congress-madrid-2025/
EARMA – Next-Gen of Research Management: Elevating Post-Award with AI tools, security considerations, and ethical practices
Við vekjum athygli á þessari rafrænu málstofu um gervigreind og vinnu við rannsókna-þjónustu sem EARMA heldur þann 7. nóvember 2024 kl. 10-13 CET. Markmið malstofunnar er að skoða hvernig gervigreind getur styrkt rekstur rannsóknaverkefna (post-award). Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en það þarf að skrá sig. Hér er slóð á frekari upplýsingar og tengill til að skrá sig á viðburðinn: https://earma.org/conferences/next-gen-of-research-management/
EARMA – Ráðstefna haldin í Óðinsvé 23-25 aríl 2024
Við vekjum athygli á því að frestur til að skrá sig snemma á EARMA ráðstefnuna 2024 Odense 🇩🇰 hefur verið framlengdur til 29. febrúar 2024. https://earma.org/conferences/earma-conference-odense-2024/
Félagsfundur 18. október 2023
Félag rannsóknastjóra stendur fyrir “meet & greet” fundi miðvikudaginn 18. október 2023 í húsakynnum Rannís í Borgartúni 30, 3. hæð, frá kl. 15:00–18:00. Fyrst verður stutt dagskrá, en meginmarkmiðið fundarins er að hittast og spjalla og tengjast og ræða hvað liggur fólki á hjarta og hvernig félagið getur stutt við starf félagsmanna. Dagskrá: 15:00 Hulda Proppé setur fundinn og segir stuttlega frá því hvað er framundan. 15:10 Sigþrúður Guðnadóttir ætlar að segja okkur frá Customer Journey Mapping 15:30 Hulda Proppé og félagar ætlar að segja frá RM Roadmap verkefninu Boðið verður upp á léttar veitingar og því óskum við eftir að rannsóknastjórar
Óskað eftir tilnefningum í nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð
Tilnefningarnefnd fyrir nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð óskar eftir tilnefningum um fulltrúa í ráðið. Nefndin starfar á grundvelli laga um Vísinda- og nýsköpunarráð sem tóku gildi þann 1. apríl sl. Markmið laganna er að efla stefnumótun og samhæfingu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Við tilnefningu fulltrúa í Vísinda- og nýsköpunarráð skal tilnefningarnefndin hafa hlutverk ráðsins að leiðarljósi og leggja áherslu á að það sé skipað fólki með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar. Forsætisráðherra, í samráði við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar níu fulltrúa í ráðið
Hvernig á að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Marie Curie áætlun Horizon Europe?
Þann 9. og 10. maí nk. standa Rannís og Félag rannsóknastjóra fyrir námskeiði um hvernig skrifa eigi árangursríkar umsóknir í Marie Curie áætlun Horizon Europe. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur, matsferli og önnur grundvallaratriði við skrif umsókna í MSCA áætlunina. Náskeiðið stendur frá 9:00-17:00 báða dagana. Námskeiðið fer frá á ensku og er ætlað umsækjendum, verkefnastjórum, jafnt sem rannsóknastjórum og öðrum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í MSCA áætlun Horizon Europe. Leiðbeinandi er Jitka Erylmaz sérfræðingur hjá EFMC með áherslur á MSCA prógrammið Hámarksfjöldi þátttakenda er 30 Staður: Reykjavik Edition Hótelið, Austurbakka
EURESTMA – European Research and Transfer Management Certificate
Nýtt nám fyrir aðila sem vinna við rannsóknaþjónustu. Námið inniheldur tvö tveggja vikna námskeið (19-23. júní 2023 í Osnabrück, Þýskalandi og 23-27. október 2023 í Brussel, Belgíu), auk skila á verkefnum. Þetta er nýtt nám og eru ekki rukkuð námsgjöld nú þegar verið er að prufukeyra námið, en nemendur þurfa að greiða ferða og uppihaldskostnað. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2023. Slóð á frekari upplýsingar: https://www.hs-osnabrueck.de/en/translate-to-english-kompetenzzentrum-hochschul-und-wissenschaftsmanagement/translate-to-english-zertifikatsprogramme-und-studium-einzelner-module/eurestma/
INORMS 2023
INORMS ráðstefnan verður haldin í Durban í Suður Afríku dagana 31. maí til 3. júní 2023. Vefsíða ráðstefnunnar er www.inorms2023.org.
Félagsfundur um Horizon Europe
Haldinn var félagsfundur um Horizon Europe, næstu rannsóknaáætlun ESB sem hefur göngu sína um næstu áramót, í Háskóla Íslands 20. febrúar síðastliðinn. Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís kynnti stöðu mála við mótun áætlunarinnar og árangur Íslands í núverandi áætlun Horizon 2020. Nálgast má kynningu Aðalheiðar hér.
INORMS 2020
Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu INORMS 2020 í Hiroshima í Japan. Einnig hefur verið kallað eftir erindum. Ráðstefnan verður haldin 25 – 28 maí 2020.Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að INORMS (International Network Of Research Management Societies) og greiða félagsmenn því lægra skráningargjald. Vefsíða INORMS: https://inorms.net/ Vefsíða ráðstefnunnar: https://inorms2020.org/ Skráning: https://inorms2020.org/registrationKall eftir erindum: https://inorms2020.org/call
Námskeið: Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon 2020
Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020 og Horizon Europe föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 9:00 – 12:30. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík. Námskeiðið er ætlað umsækjendum og verkefnastjórum eða rannsóknastjórum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Frekari upplýsingar og skráning er á heimasíðu rannís.
Námskeið um fjármálastjórnun í Horizon 2020
Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur verkefna í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Námskeiðið fer fram 3. og 4. apríl 2019. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Rannís. https://www.rannis.is/frettir/namskeid-um-fjarmalastjornun-i-horizon-2020
Stjórn Félags rannsóknastjóra á Íslandi
Á aðalfundi Félags rannsóknastjóra á Íslandi 12. september 2018 voru þau Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís, Elísabet Andrésdóttir, RANNÍS og Eiríkur Smári Sigurðarson, HÍ endurkjörin í stjórn. Úlfar Gíslason, HÍ og Sóley Gréta Morthens, Hafrannsóknastofnun komu ný í stjórnina. Ásta Erlingsdóttir, HÍ og Oddný Gunnarsdóttir, Landspítala, gengu úr stjórninni og þökkum við þeim vel unnin störf. Skýrslu stjórnar má lesa hér. Fundargerð aðalfundar má lesa hér.
Félag rannsóknastjóra á Íslandi og RANNIS bjóða til fræðslufundar með Gill Wells
Félag rannsóknastjóra á Íslandi og RANNIS bjóða til Fræðslufundur með Gill Wells yfirmanni Evrópu- og stefnumótunarskrifstofu Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla Fundurinn verður haldinn hjá MATÍS, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík Þriðjudaginn 5. september 2017 kl. 10.00 – 16.00
Myndbönd frá málþingi um ERC
Hér er hægt að skoða myndbönd frá málþingi um ERC sem haldið var að Grand hótel 5. maí 2017 Málþingið Myndband I frá málþinginu með þýðingu/texta: Myndband II frá málþinginu með þýðingu/texta:
Stefnumót við vísindin
26.4.2017 Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi bjóða til hádegisverðarmálþings í tilefni af 10 ára afmæli Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) föstudaginn 5. maí kl. 12:00 – 14:30 á Grand Hótel Reykjavík. Skrá þátttöku DAGSKRÁ 12:00 Skráning og borðhald hefst 12:15 Íslenskir ERC-styrkþegar, myndband fyrri hluti 12:25 Ísland, vísindin og umheimurinn Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, fjallar um árangur Íslands í alþjóðlegu samstarfi 12:45 ERC í 10 ár, árangur og þátttaka Íslands Michel Vanbiervliet, fulltrúi Evrópusambandsins 13:15 Íslenskir ERC-styrkþegar segja frá verkefnum sínum og reynslu af því að sækja um styrk Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum
Aðalfundur 2017
Stefnumót við vísindin 26.4.2017 Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi bjóða til hádegisverðarmálþings í tilefni af 10 ára afmæli Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) föstudaginn 5. maí kl. 12:00 – 14:30 á Grand Hótel Reykjavík. Nánari upplýsingar hér. Reykjavík 10.apríl 2017 Ágæti félagi, Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til aðalfundar félagsins föstudaginn 5. maí kl. 11.00 – 12.00 Fundurinn verður haldinn á Grand hótel – fundaherbergi Gallerí Dagskrá aðalfundar: Kosning fundastjóra og fundaritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar 3a Kosning eftirlitsmanns Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnar Önnur mál Kynning á BestPrac verkefninu og afurðum þess Eftir fundinn bjóða RANNIS
Stjórn Félags rannsóknastjóra á Íslandi
Á aðalfundi Félags rannsóknastjóra á Íslandi voru þau Ásta Erlingsdóttir, HÍ, Kristján Kristjánsson, HR og Oddný Gunnarsdóttir, LSP, endurkjörin sem aðalmenn og þær Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís og Elísabet Andrésdóttir, RANNIS kjörnar sem varamenn. Hörður Kristinsson, Matís og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, HÍ gengu úr stjórninni og þökkum við þeim vel unnin störf. Skýrslu stjórnar má lesa hér. Fundargerð aðalfundar má lesa hér.
BESTPRAC fundur í Sofíu
Vek athygli á að glærukynningar frá BESTPRAC fundinum sem haldinn var í Sofíu í Bulgaríu eru komnar á vefinn. Þau Gréta Björk Kristjánsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir og Úlfar K. Gíslason sóttu fundinn fyrir okkar hönd.
Kynningar og fundargerð frá Bestprac fundinum í Budapest
Vek athygli á því að allar kynningar og fundargerð frá Bestprac fundinum í Budapest eru nú komnar á vefinn. Margar áhugaverðar kynningar, bendi sérstaklega á kynninguna um endurskoðun.
Nýtt fréttabréf EARMA
Áhugaverðar upplýsingar um það sem helst er á döfinni í Evrópu. Tengill á fréttabréfið er hér.
Undirbúningur hafinn fyrir næstu EARMA ráðstefnu
Næsta EARMA ráðstefna verður haldin í Luleå í Svíþjóð dagana 22. – 26. júní 2016. Upplýsingar og beiðni um hugmyndir eru hér
Ályktun og áskorun aðalfundar Félags rannsóknastjóra á Íslandi (FRÍ) þann 25. mars 2015
Ályktun og áskorun til MMR frá FRÍ 25. mars 2015 um gagnagrunnsmál, send til menntamálaráðherra og forsætisráðherra 30. mars 2015.
Aðalfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi
5. mars 2015 Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 25. mars 2015 kl.15.30. Fundurinn verður haldinn í háskólaráðsherbergi á 1. hæð í aðalbyggingu Háskóla Íslands Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn sjá: Aðalfundarboð 2015
Námsheimsóknir styrktar af BESTPRAC verkefninu
ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRAC, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði. Umsóknarfrestir eru 1. febrúar, 1. apríl, 1. júní og 1. ágúst. Umsækjendur hafa sjálfir samband við stofnun sem á að heimsækja. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins – hér.
Jólafréttabréf EARMA
Jólafréttabréf EARMA komið út, meðal efnis; upplýsingar um áhugaverða viðburði á næstunni ásamt frásögnum af ráðstefnunni í Tallinn.
Námskeið – Hvað þarf til að styrkumsókn beri árangur?
Námskeið í gerð árangursríkra styrkumsókna. Hátíðarsal Háskóla Íslands 6. nóvember 2014 kl. 9.30 – 14.00 Leiðbeinandi: Robert Porter, PhD. Námskeiðsgjald er 10.000. Veitingar og námskeiðsgögn eru innifalin í verðinu. Skráningar skulu berast fyrir mánudaginn 3. nóvember. Skráning Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði í gerð árangursríkra styrkumsókna. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð árangursríkra umsókna en námskeiðið er sérstaklega miðað að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í umsóknargerð. Farið verður yfir skilgreiningu verkefnis og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Samanburður verður gerður á hefðbundnum akademískum texta og texta í styrkumsóknum. Skilgreindar verða algengar gildrur sem
EARMA ráðstefna 2015
Vekjum athygli á því að undirbúningur er hafinn fyrir EARMA ráðstefnu næsta árs. Þessi 21. ráðstefna EARMA verður haldin í Leiden í Hollandi, dagana 28.júní til 1. júlí 2015, nánari upplýsingar hér.
Námsheimsóknir styrktar af COST verkefninu BESTPRACTICE
ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRACTICE, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins – hér.
Aðalfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi
Reykjavík 7. apríl 2014 Ágæti félagi, Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til annars aðalfundar félagsins miðvikudaginn 30. apríl 2014, kl. 16.15. Fundurinn verður haldinn hjá MATÍS, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar a. Kosning eftirlitsmanns 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar 7. Önnur mál Hugmyndir að nýjum verkefnum/námskeiðum? Í lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar. Með von um að sjá ykkur sem flest. Bestu kveðjur f.h. stjórnar Félags rannsóknastjóra á Íslandi Ásta Sif Erlingsdóttir, formaður Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa
EARMA auglýsir eftir leiðbeinendum, matsmönnum og fl.
EARMA – félag rannsóknastjóra í Evrópu auglýsir eftir leiðbeinendum, matsmönnum og stofnunum til að taka þátt í nýju verkefni sem felst í því að bjóða eininganám fyrir rannsóknastjóra. Sjá meðfylgjandi bréf frá félaginu Dear Colleague, “Ref: EARMA Professional Development Programme We would like to inform you that the documentation for the Call for Trainers, the Call for Assesors and the Call for Host Organisations has now been updated. The new deadline is the 11th of April 2014. Kind regards, On behalf of the Professional Development Working Group”
Námsheimsóknir styrktar af COST verkefninu BESTPRAC
ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRAC – The Voice of Research Administrators – Building a Network of Administrative Excellence, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins – hér.
Þróun fjármögnunarferla í rannsóknum
(see english below) Opinn fyrirlestur um þróun fjármögnunarferla í rannsóknum – „Developing the quality of funding processes“ – verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, miðvikudaginn 26. febrúar, kl. 12:10-13:00, stofa M110. Fyrirlesari er dr. Jørgen Staunstrup, konrektor, Upplýsingatækniháskólans í Kaupmannahöfn (IT University of Copenhagen). Hann er með Ph. D.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Suður Kalíforníu, og Dr. techn.-gráðu Tækniháskóla Danmerkur. Dr. Jørgen Staunstrup hefur síðustu árin þróað ferla við Upplýsingatækniháskólann til m.a. að sækja fjármagn til stuðnings rannsóknarverkefna og til að reka styrkt rannsóknarverkefni. Upplýsingatækniháskólinn hefur t.a.m. á síðustu 5 árum lagt sérstaka áherslu á að sækja fé í erlenda rannsóknarsjóði
Aðild Félags rannsóknastjóra á Íslandi að EARMA – evrópskum samtökum rannsóknastjóra
Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að evrópskum samtökum rannsóknastjóra, EARMA. Við erum þannig öll einnig félagar í EARMA. Væntanlega munu allir félagar fá tölvupóst á næstu dögum með upplýsingum um hvernig þeir geta nýtt sér aðildina. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur það sem er á döfinni hjá EARMA og taka þátt í þeim ráðstefnum sem boðið er til.
Félagsfundur fimmtudaginn 12. desember 2013 Staður: ODDI 101 – Háskóla Íslands Tími: kl. 16.00 – 18.00 Fimmtudaginn 12. desember n.k. eigum við von á góðum gesti frá Danmörku. John Westensee, formaður DARMA – félags rannsóknastjóra í Danmörku og verðandi formaður SRA – alþjóðlegra samtöka rannsóknastjóra, mun kynna fyrir okkur samstarf rannsóknastjóra bæði í Danmörku og á alþjóðavettvangi. Fyrirlestur Johns verður á ensku og reiknum við með umræðum í lokin. Allir eru velkomnir jafnt félagsmenn og gestir.
Félagsfundur 17. september 2013
PURE – Annedorte Vad – kynning Félag Rannsóknastjóra á Íslandi býður til opins félagsfundar um hvernig Rannsóknaþjónusta Verslunarháskólans í Kaupmannahöfn , CBS, nýtir PURE gagnagrunnin við umsýslu verkefna. Fyrirlesari verður Annedorte Vad deildarstjóri Rannsóknaþjónustu CBS, en hún hefur mikla reynslu af því að nýta PURE við umsýslu verkefna. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu HR (M101) Þriðjudaginn 17. september kl. 17.00 – 18.00 Kynningin fer fram á ensku – félagar eru hvattir til að mæta og gestir eru velkomnir Annedorte og Karen Slej samstarfskona hennar eru í heimsókn hjá Háskóla Íslands á ERASMUS styrk.