Vek athygli á því að allar kynningar og fundargerð frá Bestprac fundinum í Budapest eru
nú komnar á vefinn.
Margar áhugaverðar kynningar, bendi sérstaklega á kynninguna um endurskoðun.
Category Archives: Uncategorized
Nýtt fréttabréf EARMA
Áhugaverðar upplýsingar um það sem helst er á döfinni í Evrópu. Tengill á fréttabréfið er hér.
Undirbúningur hafinn fyrir næstu EARMA ráðstefnu
Næsta EARMA ráðstefna verður haldin í Luleå í Svíþjóð dagana 22. – 26. júní 2016.
Upplýsingar og beiðni um hugmyndir eru hér
Ályktun og áskorun aðalfundar Félags rannsóknastjóra á Íslandi (FRÍ) þann 25. mars 2015
Ályktun og áskorun til MMR frá FRÍ 25. mars 2015 um gagnagrunnsmál, send til menntamálaráðherra og forsætisráðherra 30. mars 2015.
Aðalfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi
5. mars 2015
Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 25. mars 2015 kl.15.30.
Fundurinn verður haldinn í háskólaráðsherbergi á 1. hæð í aðalbyggingu Háskóla Íslands
Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn
sjá: Aðalfundarboð 2015
Námsheimsóknir styrktar af BESTPRAC verkefninu
ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRAC, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði. Umsóknarfrestir eru 1. febrúar, 1. apríl, 1. júní og 1. ágúst. Umsækjendur hafa sjálfir samband við stofnun sem á að heimsækja.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins – hér.
Jólafréttabréf EARMA
Jólafréttabréf EARMA komið út, meðal efnis; upplýsingar um áhugaverða
viðburði á næstunni ásamt frásögnum af ráðstefnunni í Tallinn.
Námskeið – Hvað þarf til að styrkumsókn beri árangur?
Námskeið í gerð árangursríkra styrkumsókna.
Hátíðarsal Háskóla Íslands 6. nóvember 2014 kl. 9.30 – 14.00
Leiðbeinandi: Robert Porter, PhD.
Námskeiðsgjald er 10.000. Veitingar og námskeiðsgögn eru innifalin í verðinu.
Skráningar skulu berast fyrir mánudaginn 3. nóvember. Skráning
Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði í gerð árangursríkra styrkumsókna. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð árangursríkra umsókna en námskeiðið er sérstaklega miðað að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í umsóknargerð. Farið verður yfir skilgreiningu verkefnis og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Samanburður verður gerður á hefðbundnum akademískum texta og texta í styrkumsóknum. Skilgreindar verða algengar gildrur sem sem geta fellt umsókn og þátttakendum gefin góð ráð um hvernig hægt er að forðast þær. Sérstök áhersla verður lögð á að svara spurningunni hvernig eigi að skrifa umsókn þannig að hún falli í kramið hjá sem meta umsóknir.
Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:
§ Alvarlegustu mistök við gerð styrkumsókna og hvernig má varast þau
§ Tvö mikilvæg skref sem geta tvöfaldað möguleika á árangri
§ Hvernig maður kemur sér í mjúkinn hjá matsmönnum
§ Einfaldar leiðir til að skrifa betri styrkumsóknir
§ Myndir: að selja hugmyndir með myndrænni framsetningu
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bandaríkjamaðurinn Robert Porter, PhD
Robert Porter er þekktur fyrirlesari og námskeiðshaldari og hefur haldið námskeið um umsóknaskrif á alþjóðavettvangi í fjölda ára. Áður starfaði hann sem forstöðumaður rannsóknaþróunardeildar University of Tennessee. Robert Porter er handhafi Distinguished Faculty Award sem veitt eru af Alþjóðasamtökum rannsóknastjóra. Hann er með rúmlega 30 ára reynslu sem prófessor, ráðgjafi og rannsóknastjóri og hefur m.a. í gegnum störf sín fengið rúmlega 8 milljónir dollara í styrki frá opinberum- og einkasjóðum. Robert Porter PhD, er með háskólagráðu í munnlegum samskiptum eða speech communication.
EARMA ráðstefna 2015
Vekjum athygli á því að undirbúningur er hafinn fyrir EARMA ráðstefnu næsta árs. Þessi 21. ráðstefna EARMA verður haldin í Leiden í Hollandi, dagana 28.júní til 1. júlí 2015, nánari upplýsingar hér.
Námsheimsóknir styrktar af COST verkefninu BESTPRACTICE
ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRACTICE, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins – hér.