BESTPRAC fundur í Sofíu
Vek athygli á að glærukynningar frá BESTPRAC fundinum sem haldinn var í Sofíu í Bulgaríu eru komnar á vefinn. Þau Gréta Björk Kristjánsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir og Úlfar K. Gíslason sóttu fundinn fyrir okkar hönd.
Aðalfundur 2016
Aðalfundarboð 2016
Kynningar og fundargerð frá Bestprac fundinum í Budapest
Vek athygli á því að allar kynningar og fundargerð frá Bestprac fundinum í Budapest eru nú komnar á vefinn. Margar áhugaverðar kynningar, bendi sérstaklega á kynninguna um endurskoðun.
Nýtt fréttabréf EARMA
Áhugaverðar upplýsingar um það sem helst er á döfinni í Evrópu. Tengill á fréttabréfið er hér.
Undirbúningur hafinn fyrir næstu EARMA ráðstefnu
Næsta EARMA ráðstefna verður haldin í Luleå í Svíþjóð dagana 22. – 26. júní 2016. Upplýsingar og beiðni um hugmyndir eru hér
Ályktun og áskorun aðalfundar Félags rannsóknastjóra á Íslandi (FRÍ) þann 25. mars 2015
Ályktun og áskorun til MMR frá FRÍ 25. mars 2015 um gagnagrunnsmál, send til menntamálaráðherra og forsætisráðherra 30. mars 2015.
Aðalfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi
5. mars 2015 Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 25. mars 2015 kl.15.30. Fundurinn verður haldinn í háskólaráðsherbergi á 1. hæð í aðalbyggingu Háskóla Íslands Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn sjá: Aðalfundarboð 2015
Námsheimsóknir styrktar af BESTPRAC verkefninu
ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRAC, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði. Umsóknarfrestir eru 1. febrúar, 1. apríl, 1. júní og 1. ágúst. Umsækjendur hafa sjálfir samband við stofnun sem á að heimsækja. […]
Jólafréttabréf EARMA
Jólafréttabréf EARMA komið út, meðal efnis; upplýsingar um áhugaverða viðburði á næstunni ásamt frásögnum af ráðstefnunni í Tallinn.
Námskeið – Hvað þarf til að styrkumsókn beri árangur?
Námskeið í gerð árangursríkra styrkumsókna. Hátíðarsal Háskóla Íslands 6. nóvember 2014 kl. 9.30 – 14.00 Leiðbeinandi: Robert Porter, PhD. Námskeiðsgjald er 10.000. Veitingar og námskeiðsgögn eru innifalin í verðinu. Skráningar skulu berast fyrir mánudaginn 3. nóvember. Skráning Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði í gerð árangursríkra styrkumsókna. Á námskeiðinu verður farið yfir […]