Category Archives: Uncategorized

Stjórn Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Á aðalfundi Félags rannsóknastjóra á Íslandi 12. september 2018 voru þau Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís, Elísabet Andrésdóttir, RANNÍS og Eiríkur Smári Sigurðarson, HÍ endurkjörin í stjórn. Úlfar Gíslason, HÍ og Sóley Gréta Morthens, Hafrannsóknastofnun komu ný í stjórnina.

Ásta Erlingsdóttir, HÍ og Oddný Gunnarsdóttir, Landspítala, gengu úr stjórninni og þökkum við þeim vel unnin störf.

Skýrslu stjórnar má lesa hér.

Fundargerð aðalfundar má lesa hér.

Stefnumót við vísindin

26.4.2017

Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi bjóða til hádegisverðarmálþings í tilefni af 10 ára afmæli Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) föstudaginn 5. maí kl. 12:00 – 14:30 á Grand Hótel Reykjavík.

Skrá þátttöku

DAGSKRÁ

  • 12:00
    Skráning og borðhald hefst
  • 12:15
    Íslenskir ERC-styrkþegar, myndband fyrri hluti
  • 12:25
    Ísland, vísindin og umheimurinn
    Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, fjallar um árangur Íslands í alþjóðlegu samstarfi
  • 12:45
    ERC í 10 ár, árangur og þátttaka Íslands
    Michel Vanbiervliet, fulltrúi Evrópusambandsins
  • 13:15
    Íslenskir ERC-styrkþegar segja frá verkefnum sínum og reynslu af því að sækja um styrk
    Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík
    Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
    Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
  • 14:00
    Horft til framtíðar, myndband seinni hluti
  • 14:10
    Hvernig er hægt að styðja við framúrskarandi vísindamenn sem hafa hug á að sækja um í ERC?
    Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Fundarstjóri er Ragnheiður H. Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs og viðskiptastjóri hjá Marel.

Hádegisverður í boði Rannís og Félags rannsóknastjóra á Íslandi.

logo erc og rannis

 

https://www.rannis.is/frettir/stefnumot-vid-visindin

Aðalfundur 2017

Stefnumót við vísindin

26.4.2017

Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi bjóða til hádegisverðarmálþings í tilefni af 10 ára afmæli Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) föstudaginn 5. maí kl. 12:00 – 14:30 á Grand Hótel Reykjavík.

Nánari upplýsingar hér.

Reykjavík 10.apríl 2017

Ágæti félagi,

Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til aðalfundar félagsins föstudaginn 5. maí kl. 11.00 – 12.00
Fundurinn verður haldinn á Grand hótel – fundaherbergi Gallerí
Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundastjóra og fundaritara
  2.  Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
    3a  Kosning eftirlitsmanns
  1. Lagabreytingar
  2. Ákvörðun félagsgjalds
  3. Kosning stjórnar
  4. Önnur mál

            Kynning á BestPrac verkefninu og afurðum þess

 Eftir fundinn bjóða RANNIS og Félag rannsóknastjóra til hádegisverðar, og eftir hádegi verður dagskrá í tilefndi 10 ára afmælis ERC áætlunarinnar.

Með von um að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur,
f.h. stjórnar Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Ásta Sif Erlingsdóttir, formaður

Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn

Stjórn Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Á aðalfundi Félags rannsóknastjóra á Íslandi voru þau Ásta Erlingsdóttir, HÍ, Kristján Kristjánsson, HR og Oddný Gunnarsdóttir, LSP, endurkjörin sem aðalmenn og þær Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís og Elísabet Andrésdóttir, RANNIS kjörnar sem varamenn.

Hörður Kristinsson, Matís og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, HÍ gengu úr stjórninni og þökkum við þeim vel unnin störf.

Skýrslu stjórnar má lesa hér.

Fundargerð aðalfundar má lesa hér.