IceARMA – aðalfundur 26. nóvember 2024 kl. 15

Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 kl. 15-17.30 verður haldin aðalfundur ICEARMA – félags rannsóknastjóra á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands  í Háskólatorg 101 Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf og eru drög að dagskrá fundarins eftirfarandi: Drög að dagskrá Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn. Að loknum fundinum verður boðið uppá […]

INORMS 2025 – INORMS og EARMA halda saman ráðstefnu í Madrid á Spáni 6-8 maí 2025

INORMS 2025 verður haldið í Madrid 6-8 maí 2025. EARMA eru gestgjafar ráðstefnunnar í fyrsta sinn og er þetta því sameiginleg ráðstefna INORMS og EARMA. Árleg ráðstefna EARMA fellur því niður árið 2025 en verður aftur á dagskrá 2026. Þema ráðstefnunnar er “A Sustainable Profession in a Sustainable World”. Lögð er áhersla á eftirfarandi efni: […]

Félagsfundur 18. október 2023

Félag rannsóknastjóra stendur fyrir “meet & greet” fundi miðvikudaginn 18. október 2023 í húsakynnum Rannís í Borgartúni 30, 3. hæð,  frá kl. 15:00–18:00. Fyrst verður stutt dagskrá, en meginmarkmiðið fundarins er að hittast og spjalla og tengjast og ræða hvað liggur fólki á hjarta og hvernig félagið getur stutt við starf félagsmanna. Dagskrá: 15:00 Hulda […]

Óskað eftir tilnefningum í nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð

Tilnefningarnefnd fyrir nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð óskar eftir tilnefningum um fulltrúa í ráðið. Nefndin starfar á grundvelli laga um Vísinda- og nýsköpunarráð sem tóku gildi þann 1. apríl sl. Markmið laganna er að efla stefnumótun og samhæfingu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. […]

Hvernig á að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Marie Curie áætlun Horizon Europe?

Þann 9. og 10. maí nk. standa Rannís og Félag rannsóknastjóra fyrir námskeiði um hvernig skrifa eigi árangursríkar umsóknir í Marie Curie áætlun Horizon Europe. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur, matsferli og önnur grundvallaratriði við skrif umsókna í MSCA áætlunina. Náskeiðið stendur frá 9:00-17:00 báða dagana. Námskeiðið fer frá á ensku og er […]

INORMS 2023

INORMS ráðstefnan verður haldin í Durban í Suður Afríku dagana 31. maí til 3. júní 2023. Vefsíða ráðstefnunnar er www.inorms2023.org.

Félagsfundur um Horizon Europe

Haldinn var félagsfundur um Horizon Europe, næstu rannsóknaáætlun ESB sem hefur göngu sína um næstu áramót, í Háskóla Íslands 20. febrúar síðastliðinn. Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís kynnti stöðu mála við mótun áætlunarinnar og árangur Íslands í núverandi áætlun Horizon 2020. Nálgast má kynningu Aðalheiðar hér.

INORMS 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu INORMS 2020 í Hiroshima í Japan. Einnig hefur verið kallað eftir erindum. Ráðstefnan verður haldin 25 – 28 maí 2020.Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að INORMS (International Network Of Research Management Societies) og greiða félagsmenn því lægra skráningargjald. Vefsíða INORMS: https://inorms.net/ Vefsíða ráðstefnunnar: https://inorms2020.org/ Skráning: https://inorms2020.org/registrationKall eftir […]

Námskeið: Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon 2020

Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020 og Horizon Europe föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 9:00 – 12:30. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík. Námskeiðið er ætlað umsækjendum og verkefnastjórum eða rannsóknastjórum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að […]