Námsheimsóknir styrktar af COST verkefninu BESTPRAC
ICEARMA er þátttakandi í COST verkefninu BESTPRAC – The Voice of Research Administrators – Building a Network of Administrative Excellence, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til að fara í námsheimsókn til einhverrar af þátttökustofnunum verkefnisins. Heimsóknirnar mega vara frá 5 dögum upp í 3 mánuði. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins – hér.
Þróun fjármögnunarferla í rannsóknum
(see english below) Opinn fyrirlestur um þróun fjármögnunarferla í rannsóknum – „Developing the quality of funding processes“ – verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, miðvikudaginn 26. febrúar, kl. 12:10-13:00, stofa M110. Fyrirlesari er dr. Jørgen Staunstrup, konrektor, Upplýsingatækniháskólans í Kaupmannahöfn (IT University of Copenhagen). Hann er með Ph. D.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Suður […]
Aðild Félags rannsóknastjóra á Íslandi að EARMA – evrópskum samtökum rannsóknastjóra
Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að evrópskum samtökum rannsóknastjóra, EARMA. Við erum þannig öll einnig félagar í EARMA. Væntanlega munu allir félagar fá tölvupóst á næstu dögum með upplýsingum um hvernig þeir geta nýtt sér aðildina. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur það sem er á döfinni hjá EARMA og taka þátt í […]
Félagsfundur fimmtudaginn 12. desember 2013 Staður: ODDI 101 – Háskóla Íslands Tími: kl. 16.00 – 18.00 Fimmtudaginn 12. desember n.k. eigum við von á góðum gesti frá Danmörku. John Westensee, formaður DARMA – félags rannsóknastjóra í Danmörku og verðandi formaður SRA – alþjóðlegra samtöka rannsóknastjóra, mun kynna fyrir okkur samstarf rannsóknastjóra bæði í Danmörku og […]