Ferðastyrkir ICEARMA

ICEARMA býður félagsmönnum upp á ferðastyrki til að sækja námskeið eða vinnustofur um mál sem tengjast starfsemi félagsins. Markmiðið er að stuðla að endurmenntun félaga og efla fræðslustarfsemi félagsins á Íslandi. Þess vegna er gerð krafa um að styrkþegar taki þátt í félagafundi við heimkomu til að kynna viðfangsefni ferðarinnar. Við úthlutun styrkja verður tekið tillit til mikilvægis viðfangsefnisins fyrir starfsemi ICEARMA.

Fyrst um sinn verður fjöldi ferðastyrkja takmarkaður við 2 á ári.

Ath., ekki er hægt að sækja um ferðastyrk til að sækja árlegar ráðstefnur EARMA eða INORMS. 

Umsóknareyðublað: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScYNpgbj8VcDaTvdHZd7QTly0RD4G1rqOlsC6dbu_uEr0Trxg/viewform?usp=publish-editor