Minnum á aðalfund ICEARMA sem haldinn verður í HR, stofu M215 á annars hæð í Opna háskólanum, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 kl. 15-17.30.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
ICEARMA – félag sérfræðinga í rannsóknarþjónustu – Aðalfundur 13. nóvember 2025
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál
Kynning á Horizon Europe 2 – Úlfar Gíslason frá Menningar -, nýsköpunar og háskólaráðuneytinu
Kynning á GAGNÍS – Kjartan Ólafsson, gagnahirðir GAGNÍS
Kynning á Auðnu Tæknitorgi – Ingunn Sigurpálsdóttir, framkvæmastjóri Auðnu
Önnur mál
Að loknum fundi verður boðið uppá léttar veitingar.
Boðið verður uppá streymi, en þau ykkar sem vilja fylgjast með fundinum í streymi er bent á að hafa samband í gegnum netfang icearma@hi.is til að fá senda krækju á streymi.
Hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum ykkur til að hugsa um að bjóða ykkur fram til stjórnarsetu og taka virkan þátt í því skemmtilega starfi sem framundan er.
Stjórn ICEARMA