Lög félagsins

 1. gr.

Félagið heitir Félag rannsóknastjóra á Íslandi

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3. gr.

Tilgangur félagsins og markmið er að auka gæði þjónustu við rannsóknir á Íslandi með því að:

a)      miðla þekkingu;

b)      halda sameiginleg námskeið fyrir rannsóknastjóra;

c)      auka vægi  rannsóknastjóra sem einnar heildar í rannsóknaumhverfinu;

d)      koma fram sem hagsmunaaðili gagnvart opinberum aðilum og öðrum samtökum;

e)      vera fulltrúi íslenskra rannsóknastjóra í evrópskum og norrænum samtökum rannsóknastjóra; og

f)       taka þátt í öðru alþjóðlegu samstarfi.

4. gr.

Félagsmenn geta orðið:

a)      rannsóknastjórar háskóla og starfsmenn rannsóknaþjónusta

b)      rannsóknastjórar stofnana

c)      rannsóknastjórar fyrirtækja

5. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

6. gr.

Aðalfund skal halda í mars eða apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

7. gr.

Stjórn félagsins skipa 3 menn, er kjörnir skulu á aðalfundi til eins árs í senn og tveir til vara. Stjórnin kýs sér sjálf formann, gjaldkera og ritara. Á aðalfundi skal ennfremur kjósa einn eftirlitsmann til að rannsaka reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár og gera athugasemdir sínar um þá. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

8. gr.

Aðalfundur ákveður félagsgjöld að fenginni tillögu gjaldkera sem skulu innheimt árlega. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn.

9. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

10. gr.

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi ef helmingur félagsmanna er samþykkur. Breytingartillögur skulu hafa borist tveimur vikum fyrir aðalfund. Lög þessi öðlast þegar gildi.

11.gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Félags einstakra barna, kt. 570797-2639

 

Samþykkt af stjórn 1. mars 2013

Leave a Reply