INORMS 2023
INORMS ráðstefnan verður haldin í Durban í Suður Afríku dagana 31. maí til 3. júní 2023. Vefsíða ráðstefnunnar er www.inorms2023.org.
Félagsfundur um Horizon Europe
Haldinn var félagsfundur um Horizon Europe, næstu rannsóknaáætlun ESB sem hefur göngu sína um næstu áramót, í Háskóla Íslands 20. febrúar síðastliðinn. Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís kynnti stöðu mála við mótun áætlunarinnar og árangur Íslands í núverandi áætlun Horizon 2020. Nálgast má kynningu Aðalheiðar hér.
INORMS 2020
Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu INORMS 2020 í Hiroshima í Japan. Einnig hefur verið kallað eftir erindum. Ráðstefnan verður haldin 25 – 28 maí 2020.Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að INORMS (International Network Of Research Management Societies) og greiða félagsmenn því lægra skráningargjald. Vefsíða INORMS: https://inorms.net/ Vefsíða ráðstefnunnar: https://inorms2020.org/ Skráning: https://inorms2020.org/registrationKall eftir […]
Námskeið: Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon 2020
Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020 og Horizon Europe föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 9:00 – 12:30. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík. Námskeiðið er ætlað umsækjendum og verkefnastjórum eða rannsóknastjórum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að […]
Námskeið um fjármálastjórnun í Horizon 2020
Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur verkefna í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Námskeiðið fer fram 3. og 4. apríl 2019. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Rannís. https://www.rannis.is/frettir/namskeid-um-fjarmalastjornun-i-horizon-2020
Stjórn Félags rannsóknastjóra á Íslandi
Á aðalfundi Félags rannsóknastjóra á Íslandi 12. september 2018 voru þau Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís, Elísabet Andrésdóttir, RANNÍS og Eiríkur Smári Sigurðarson, HÍ endurkjörin í stjórn. Úlfar Gíslason, HÍ og Sóley Gréta Morthens, Hafrannsóknastofnun komu ný í stjórnina. Ásta Erlingsdóttir, HÍ og Oddný Gunnarsdóttir, Landspítala, gengu úr stjórninni og þökkum við þeim vel unnin störf. […]
Aðalfundur félags rannsóknastjóra
Aðalfundarboð 2018
Félag rannsóknastjóra á Íslandi og RANNIS bjóða til fræðslufundar með Gill Wells
Félag rannsóknastjóra á Íslandi og RANNIS bjóða til Fræðslufundur með Gill Wells yfirmanni Evrópu- og stefnumótunarskrifstofu Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla Fundurinn verður haldinn hjá MATÍS, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík Þriðjudaginn 5. september 2017 kl. 10.00 – 16.00
Myndbönd frá málþingi um ERC
Hér er hægt að skoða myndbönd frá málþingi um ERC sem haldið var að Grand hótel 5. maí 2017 Málþingið Myndband I frá málþinginu með þýðingu/texta: Myndband II frá málþinginu með þýðingu/texta:
Stefnumót við vísindin
26.4.2017 Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi bjóða til hádegisverðarmálþings í tilefni af 10 ára afmæli Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) föstudaginn 5. maí kl. 12:00 – 14:30 á Grand Hótel Reykjavík. Skrá þátttöku DAGSKRÁ 12:00 Skráning og borðhald hefst 12:15 Íslenskir ERC-styrkþegar, myndband fyrri hluti 12:25 Ísland, vísindin og umheimurinn Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, fjallar um […]