Category Archives: Fréttir

EARMA – Next-Gen of Research Management: Elevating Post-Award with AI tools, security considerations, and ethical practices

Við vekjum athygli á þessari rafrænu málstofu um gervigreind og vinnu við rannsókna-þjónustu sem EARMA heldur þann 7. nóvember 2024 kl. 10-13 CET. Markmið malstofunnar er að skoða hvernig gervigreind getur styrkt rekstur rannsóknaverkefna (post-award). Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en það þarf að skrá sig. Hér er slóð á frekari upplýsingar og tengill til að skrá sig á viðburðinn: https://earma.org/conferences/next-gen-of-research-management/

EURESTMA – European Research and Transfer Management Certificate

Nýtt nám fyrir aðila sem vinna við rannsóknaþjónustu. Námið inniheldur tvö tveggja vikna námskeið (19-23. júní 2023 í Osnabrück, Þýskalandi og 23-27. október 2023 í Brussel, Belgíu), auk skila á verkefnum. Þetta er nýtt nám og eru ekki rukkuð námsgjöld nú þegar verið er að prufukeyra námið, en nemendur þurfa að greiða ferða og uppihaldskostnað. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2023.

Slóð á frekari upplýsingar: https://www.hs-osnabrueck.de/en/translate-to-english-kompetenzzentrum-hochschul-und-wissenschaftsmanagement/translate-to-english-zertifikatsprogramme-und-studium-einzelner-module/eurestma/

Félagsfundur 17. september 2013

PURE – Annedorte Vad – kynning

Félag Rannsóknastjóra á Íslandi býður til opins félagsfundar um hvernig Rannsóknaþjónusta Verslunarháskólans í Kaupmannahöfn , CBS, nýtir PURE gagnagrunnin við umsýslu verkefna.

Fyrirlesari verður Annedorte Vad deildarstjóri Rannsóknaþjónustu CBS, en hún hefur mikla reynslu af því að nýta PURE við umsýslu verkefna.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu HR (M101)

Þriðjudaginn 17. september kl. 17.00 – 18.00

Kynningin fer fram á ensku – félagar eru hvattir til að mæta og gestir eru velkomnir

Annedorte og Karen Slej samstarfskona hennar eru  í heimsókn hjá Háskóla Íslands á ERASMUS styrk.