All posts by Ulfar Gislason

Félagsfundur um Horizon Europe

Haldinn var félagsfundur um Horizon Europe, næstu rannsóknaáætlun ESB sem hefur göngu sína um næstu áramót, í Háskóla Íslands 20. febrúar síðastliðinn. Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís kynnti stöðu mála við mótun áætlunarinnar og árangur Íslands í núverandi áætlun Horizon 2020.

Nálgast má kynningu Aðalheiðar hér.

INORMS 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu INORMS 2020 í Hiroshima í Japan. Einnig hefur verið kallað eftir erindum. Ráðstefnan verður haldin 25 – 28 maí 2020.
Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að INORMS (International Network Of Research Management Societies) og greiða félagsmenn því lægra skráningargjald.

Vefsíða INORMS: https://inorms.net/
Vefsíða ráðstefnunnar: https://inorms2020.org/
Skráning: https://inorms2020.org/registration
Kall eftir erindum: https://inorms2020.org/call

Námskeið: Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon 2020

Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020 og Horizon Europe föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 9:00 – 12:30. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík. Námskeiðið er ætlað umsækjendum og verkefnastjórum eða rannsóknastjórum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Frekari upplýsingar og skráning er á heimasíðu rannís.

Stjórn Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Á aðalfundi Félags rannsóknastjóra á Íslandi 12. september 2018 voru þau Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís, Elísabet Andrésdóttir, RANNÍS og Eiríkur Smári Sigurðarson, HÍ endurkjörin í stjórn. Úlfar Gíslason, HÍ og Sóley Gréta Morthens, Hafrannsóknastofnun komu ný í stjórnina.

Ásta Erlingsdóttir, HÍ og Oddný Gunnarsdóttir, Landspítala, gengu úr stjórninni og þökkum við þeim vel unnin störf.

Skýrslu stjórnar má lesa hér.

Fundargerð aðalfundar má lesa hér.

Félagsfundur 17. september 2013

PURE – Annedorte Vad – kynning

Félag Rannsóknastjóra á Íslandi býður til opins félagsfundar um hvernig Rannsóknaþjónusta Verslunarháskólans í Kaupmannahöfn , CBS, nýtir PURE gagnagrunnin við umsýslu verkefna.

Fyrirlesari verður Annedorte Vad deildarstjóri Rannsóknaþjónustu CBS, en hún hefur mikla reynslu af því að nýta PURE við umsýslu verkefna.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu HR (M101)

Þriðjudaginn 17. september kl. 17.00 – 18.00

Kynningin fer fram á ensku – félagar eru hvattir til að mæta og gestir eru velkomnir

Annedorte og Karen Slej samstarfskona hennar eru  í heimsókn hjá Háskóla Íslands á ERASMUS styrk.