Ferðastyrkir ICEARMA

ICEARMA býður félagsmönnum upp á ferðastyrki til að sækja námskeið eða vinnustofur um mál sem tengjast starfsemi félagsins. Markmiðið er að stuðla að endurmenntun félaga og efla fræðslustarfsemi félagsins á Íslandi. Þess vegna er gerð krafa um að styrkþegar taki þátt í félagafundi við heimkomu til að kynna viðfangsefni ferðarinnar. Við úthlutun styrkja verður tekið […]

IceARMA – Aðalfundur fimmtudaginn 13. nóvember 2025 kl. 15-17.30. Háskólinn í Reykjavík, stofa M-215 á annari hæð í Opna háskólanum

Minnum á aðalfund ICEARMA sem haldinn verður í HR, stofu M215 á annars hæð í Opna háskólanum, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 kl. 15-17.30. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: ICEARMA – félag sérfræðinga í rannsóknarþjónustu – Aðalfundur 13. nóvember 2025 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara  2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning […]

IceArma – Aðalfundur fimmtudaginn 13. nóvember 2025 kl. 15-17.30

Kæru IceArma félagar Takið daginn frá! Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 15 verður aðalfundur IceArma haldinn í Háskólanum í Reykjavík.  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munu einnig verða á dagskrá  fræðsluerindi um efni er snúa sérstaklega að störfum og áhugasviðum sérfræðinga í rannsóknarstýringu. Nánari dagskrá og staðsetning verður stend út þegar nær dregur fundi. Léttar veitingar verða í […]

Horizon Europe og ERC – námskeið í gerð styrkumsókna 28-30 október 2025

Þann 28. 29. og 30. október nk. standa Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH) á Íslandi í samstarfi við Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi og Félag sérfræðinga í rannsóknaþjónustu (ICEARMA) fyrir námskeiði í Hannesarholti um hvernig á að undirbúa og skrifa umsókn í Horizon Europe og ERC. Námskeiðið, Horizon Europe (2 dagar 28. og 29 október) og Evrópska rannsóknaráðið (1 dagur, 30. […]

EARMA 2026 ráðstefnan í Utrecht 5-7. maí 2026. Opið er fyrir innsendingar á ágripum til 12. september 2025

EARMA 2026 ráðstefnan verður haldin í Utrecht í Hollandi 5-7. maí 2026. Þema ráðstefnunnar í 2026 er “að styrkja sérfræðinga í rannsóknaþjónustu til forystu til áhrifa”. Áhersla verður á að kanna og fagna forystu og mikilvægum hlutverkum sérfræðinga í rannsóknaþjónustu í rannsóknum. Við viljum vekja athygli ykkar á því að frestur til að skila inn […]

Námskeið í rannsóknastjórnun í Svíþjóð 22-24 október 2025 – Mastering Research Management

Námskeið í rannsóknastjórnun, Mastering Research Management, verður haldið í Hindåsgården (nálægt Gautaborg) í Svíþjóð dagana 22-24 október 2025. Hámarksfjöldi í námskeiðinu eru 12 einstaklingar. Félagar í IceArma fá afslátt af námskeiðsgjaldi, 1.500 evrur í stað 1.750 evrur. Innifalið i námskeiðsgjaldinu er hótelkostnaður, matur og námskeiðsgögn. Til að geta nýtt afsláttinn þarf að hafa samband við […]

IceARMA – aðalfundur 26. nóvember 2024 kl. 15

Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 kl. 15-17.30 verður haldin aðalfundur ICEARMA – félags rannsóknastjóra á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands  í Háskólatorg 101 Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf og eru drög að dagskrá fundarins eftirfarandi: Drög að dagskrá Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn. Að loknum fundinum verður boðið uppá […]

INORMS 2025 – INORMS og EARMA halda saman ráðstefnu í Madrid á Spáni 6-8 maí 2025

INORMS 2025 verður haldið í Madrid 6-8 maí 2025. EARMA eru gestgjafar ráðstefnunnar í fyrsta sinn og er þetta því sameiginleg ráðstefna INORMS og EARMA. Árleg ráðstefna EARMA fellur því niður árið 2025 en verður aftur á dagskrá 2026. Þema ráðstefnunnar er “A Sustainable Profession in a Sustainable World”. Lögð er áhersla á eftirfarandi efni: […]

EARMA – Next-Gen of Research Management: Elevating Post-Award with AI tools, security considerations, and ethical practices

Við vekjum athygli á þessari rafrænu málstofu um gervigreind og vinnu við rannsókna-þjónustu sem EARMA heldur þann 7. nóvember 2024 kl. 10-13 CET. Markmið malstofunnar er að skoða hvernig gervigreind getur styrkt rekstur rannsóknaverkefna (post-award). Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en það þarf að skrá sig. Hér er slóð á frekari upplýsingar og tengill til […]