Monthly Archives: October 2024

INORMS 2025 – INORMS og EARMA halda saman ráðstefnu í Madrid á Spáni 6-8 maí 2025

INORMS 2025 verður haldið í Madrid 6-8 maí 2025. EARMA eru gestgjafar ráðstefnunnar í fyrsta sinn og er þetta því sameiginleg ráðstefna INORMS og EARMA. Árleg ráðstefna EARMA fellur því niður árið 2025 en verður aftur á dagskrá 2026. Þema ráðstefnunnar er “A Sustainable Profession in a Sustainable World”.

Lögð er áhersla á eftirfarandi efni: “Building Better RMA Services”; “Governance and Regulation”; “Knowledge and Valorisation”; “Open Science”; “Proposal, Award and Project Management”; “Responsible Use of AI in Research Managment”; “Transnational Collaborations”; “Sustainability in RMA” og “Responsibility, Ethics, and EDI in Research and Innovation.

Frekari upplýsingar má finna hér: https://earma.org/conferences/inorms-congress-madrid-2025/

EARMA – Next-Gen of Research Management: Elevating Post-Award with AI tools, security considerations, and ethical practices

Við vekjum athygli á þessari rafrænu málstofu um gervigreind og vinnu við rannsókna-þjónustu sem EARMA heldur þann 7. nóvember 2024 kl. 10-13 CET. Markmið malstofunnar er að skoða hvernig gervigreind getur styrkt rekstur rannsóknaverkefna (post-award). Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en það þarf að skrá sig. Hér er slóð á frekari upplýsingar og tengill til að skrá sig á viðburðinn: https://earma.org/conferences/next-gen-of-research-management/