Námskeið – Hvað þarf til að styrkumsókn beri árangur?

Námskeið í gerð árangursríkra styrkumsókna.

Hátíðarsal Háskóla Íslands 6. nóvember 2014 kl. 9.30 – 14.00
Leiðbeinandi: Robert Porter, PhD.

Námskeiðsgjald er 10.000. Veitingar og námskeiðsgögn eru  innifalin í verðinu.
Skráningar skulu berast fyrir mánudaginn 3. nóvember.  Skráning

Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði í gerð árangursríkra styrkumsókna. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð árangursríkra umsókna en námskeiðið er sérstaklega miðað að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í umsóknargerð. Farið verður yfir skilgreiningu verkefnis og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Samanburður verður gerður á hefðbundnum akademískum texta og texta í styrkumsóknum. Skilgreindar verða algengar gildrur sem sem geta fellt umsókn og þátttakendum gefin góð ráð um hvernig hægt er að forðast þær. Sérstök áhersla verður lögð á að svara spurningunni hvernig eigi að skrifa umsókn þannig að hún falli í kramið hjá sem meta umsóknir.
Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:
§  Alvarlegustu mistök við gerð styrkumsókna og hvernig má varast þau
§  Tvö mikilvæg skref sem geta tvöfaldað möguleika á árangri
§  Hvernig maður kemur sér í mjúkinn hjá matsmönnum
§  Einfaldar leiðir til að skrifa betri styrkumsóknir
§  Myndir: að selja hugmyndir með myndrænni framsetningu
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bandaríkjamaðurinn Robert Porter, PhD
Robert Porter er þekktur fyrirlesari og námskeiðshaldari og hefur haldið námskeið um umsóknaskrif á alþjóðavettvangi í fjölda ára. Áður starfaði hann sem forstöðumaður rannsóknaþróunardeildar University of Tennessee. Robert Porter er handhafi Distinguished Faculty Award sem veitt eru af Alþjóðasamtökum rannsóknastjóra. Hann er með rúmlega 30 ára reynslu sem prófessor, ráðgjafi og rannsóknastjóri og hefur m.a. í gegnum störf sín fengið rúmlega 8 milljónir dollara í styrki frá opinberum- og einkasjóðum.  Robert Porter PhD, er með háskólagráðu í munnlegum samskiptum eða speech communication.

Aðalfundur Félags rannsóknastjóra á Íslandi

  Reykjavík 7. apríl 2014

Ágæti félagi,

Félag rannsóknastjóra á Íslandi boðar til annars aðalfundar félagsins miðvikudaginn 30. apríl 2014, kl. 16.15.

Fundurinn verður haldinn hjá MATÍS, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík

Dagskrá aðalfundar:

1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.  Skýrsla stjórnar lögð fram

3.  Reikningar lagðir fram til samþykktar

a. Kosning eftirlitsmanns

4.  Lagabreytingar

5.  Ákvörðun félagsgjalds

6.  Kosning stjórnar

7.  Önnur mál

Hugmyndir að nýjum verkefnum/námskeiðum?

Í lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar.

Með von um að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur

f.h. stjórnar Félags rannsóknastjóra á Íslandi

Ásta Sif Erlingsdóttir, formaður

Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagsmenn

EARMA auglýsir eftir leiðbeinendum, matsmönnum og fl.

EARMA – félag rannsóknastjóra í Evrópu auglýsir eftir leiðbeinendum, matsmönnum og stofnunum til að taka þátt í nýju verkefni sem felst í því að bjóða eininganám
fyrir rannsóknastjóra.  Sjá meðfylgjandi bréf frá félaginu

Dear Colleague,

“Ref: EARMA Professional Development Programme

We would like to inform you that the documentation for the Call for Trainers, the Call for Assesors and the Call for Host Organisations has now been updated.

The new deadline is the 11th of April 2014.

Kind regards,

On behalf of the Professional Development Working Group”

Þróun fjármögnunarferla í rannsóknum

(see english below)

Opinn fyrirlestur um þróun fjármögnunarferla í rannsóknum – „Developing the quality of funding processes“ – verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, miðvikudaginn 26. febrúar, kl. 12:10-13:00, stofa M110. Fyrirlesari er dr. Jørgen Staunstrup, konrektor, Upplýsingatækniháskólans í Kaupmannahöfn (IT University of Copenhagen). Hann er með Ph. D.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Suður Kalíforníu, og Dr. techn.-gráðu Tækniháskóla Danmerkur. Dr. Jørgen Staunstrup hefur síðustu árin þróað ferla við Upplýsingatækniháskólann til m.a. að sækja fjármagn til stuðnings rannsóknarverkefna og til að reka styrkt rannsóknarverkefni.

Upplýsingatækniháskólinn hefur t.a.m. á síðustu 5 árum lagt sérstaka áherslu á að sækja fé í erlenda rannsóknarsjóði eins rannsóknaráætlun Evrópusambandsins í stað innlendra rannsóknarsjóða. Í fyrirlestrinum mun dr. Jørgen Staunstrup segja frá uppbyggingu rannsóknarþjónustu Upplýsingatækniháskólans, þeim ferlum sem þar hafa verið þróaðir og sókn skólans í erlenda rannsóknarsjóði.

 

Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn.

 

Developing the Quality of Funding Processes

 

Open lecture on developing the quality of funding processes will be held at Reykjavik University, Wednesday 26th of February at 12:10-13:00, room M110. Lecturer is Dr. Jørgen Staunstrup, Provost at IT University of Copenhagen. He has a Ph. D. in Computer Science from University of Southern California, Los Angeles and Dr. techn. from The Technical University of Denmark. Dr. Jørgen Staunstrup has for many years been developing the processes at the IT University for seeking and running externally funded research projects. Over the past five years the IT University have shifted its emphasis from national funding to the EU programs. In his lecture, Dr. Jørgen Staunstrup will tell about the development of the Research Servises at the IT University and the processes for seeking and running externally funded research projects.

 

The lecture will be in english and is open to everyone.

Kristján Kristjánsson, Ph.D

Aðild Félags rannsóknastjóra á Íslandi að EARMA – evrópskum samtökum rannsóknastjóra

Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að evrópskum samtökum rannsóknastjóra, EARMA.

Við erum þannig öll einnig félagar í EARMA. Væntanlega munu allir félagar fá tölvupóst á næstu dögum með upplýsingum um hvernig þeir geta nýtt sér aðildina.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur það sem er á döfinni hjá EARMA og taka þátt í þeim ráðstefnum sem boðið er til.

Félagsfundur fimmtudaginn 12. desember 2013

Staður:  ODDI 101 – Háskóla Íslands

Tími: kl. 16.00 – 18.00

Fimmtudaginn 12. desember n.k. eigum við von á góðum gesti frá Danmörku.

John Westensee, formaður DARMA – félags rannsóknastjóra í Danmörku og verðandi formaður SRA – alþjóðlegra samtöka rannsóknastjóra, mun kynna fyrir okkur samstarf rannsóknastjóra bæði í Danmörku og á alþjóðavettvangi.

Fyrirlestur Johns verður á ensku og reiknum við með umræðum í lokin.

Allir eru velkomnir jafnt félagsmenn og gestir.

Félagsfundur 17. september 2013

PURE – Annedorte Vad – kynning

Félag Rannsóknastjóra á Íslandi býður til opins félagsfundar um hvernig Rannsóknaþjónusta Verslunarháskólans í Kaupmannahöfn , CBS, nýtir PURE gagnagrunnin við umsýslu verkefna.

Fyrirlesari verður Annedorte Vad deildarstjóri Rannsóknaþjónustu CBS, en hún hefur mikla reynslu af því að nýta PURE við umsýslu verkefna.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu HR (M101)

Þriðjudaginn 17. september kl. 17.00 – 18.00

Kynningin fer fram á ensku – félagar eru hvattir til að mæta og gestir eru velkomnir

Annedorte og Karen Slej samstarfskona hennar eru  í heimsókn hjá Háskóla Íslands á ERASMUS styrk.