Félagsfundur 18. október 2023

Félag rannsóknastjóra stendur fyrir “meet & greet” fundi miðvikudaginn 18. október 2023 í húsakynnum Rannís í Borgartúni 30, 3. hæð,  frá kl. 15:00–18:00. Fyrst verður stutt dagskrá, en meginmarkmiðið fundarins er að hittast og spjalla og tengjast og ræða hvað liggur fólki á hjarta og hvernig félagið getur stutt við starf félagsmanna.

Dagskrá:

15:00 Hulda Proppé setur fundinn og segir stuttlega frá því hvað er framundan.

15:10 Sigþrúður Guðnadóttir ætlar að segja okkur frá Customer Journey Mapping

15:30 Hulda Proppé og félagar ætlar að segja frá RM Roadmap verkefninu

Boðið verður upp á léttar veitingar og því óskum við eftir að rannsóknastjórar skrái þátttöku hér

Óskað eftir tilnefningum í nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð

Tilnefningarnefnd fyrir nýtt Vísinda- og nýsköpunarráð óskar eftir tilnefningum um fulltrúa í ráðið.

Nefndin starfar á grundvelli laga um Vísinda- og nýsköpunarráð sem tóku gildi þann 1. apríl sl. Markmið laganna er að efla stefnumótun og samhæfingu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Við tilnefningu fulltrúa í Vísinda- og nýsköpunarráð skal tilnefningarnefndin hafa hlutverk ráðsins að leiðarljósi og leggja áherslu á að það sé skipað fólki með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar. Forsætisráðherra, í samráði við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar níu fulltrúa í ráðið á grundvelli tillagna tilnefningarnefndar og jafn marga til vara.

Formaður tilnefningarnefndarinnar er Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og er hún skipuð án tilnefningar. Aðrir í nefndinni eru Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, en þau eru bæði tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins, Róbert Farestveit sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, tilnefndur af ASÍ og Sigríður Mogensen sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.

Tilnefningar um fulltrúa í Vísinda- og nýsköpunarráð skal senda á netfangið for@for.is í síðasta lagi 23. apríl nk. Æskilegt er að tillögum fylgi upplýsingar um starfsferil viðkomandi, t.d. hlekk á Linkedin síðu eða annað.

Hvernig á að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Marie Curie áætlun Horizon Europe?

Þann 9. og 10. maí nk. standa Rannís og Félag rannsóknastjóra fyrir námskeiði um hvernig skrifa eigi árangursríkar umsóknir í Marie Curie áætlun Horizon Europe.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur, matsferli og önnur grundvallaratriði við skrif umsókna í MSCA áætlunina. Náskeiðið stendur frá 9:00-17:00 báða dagana.

Námskeiðið fer frá á ensku og er ætlað umsækjendum, verkefnastjórum, jafnt sem rannsóknastjórum og öðrum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í MSCA  áætlun Horizon Europe.

Leiðbeinandi er Jitka Erylmaz sérfræðingur hjá EFMC með áherslur á MSCA prógrammið

Hámarksfjöldi þátttakenda er 30

Staður: Reykjavik Edition Hótelið, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Námskeiðsgjald: 80.000, félagar í Félagi rannsóknastjóra greiða 65.000 kr.

Innifalið námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffiveitingar.

Skráning

EURESTMA – European Research and Transfer Management Certificate

Nýtt nám fyrir aðila sem vinna við rannsóknaþjónustu. Námið inniheldur tvö tveggja vikna námskeið (19-23. júní 2023 í Osnabrück, Þýskalandi og 23-27. október 2023 í Brussel, Belgíu), auk skila á verkefnum. Þetta er nýtt nám og eru ekki rukkuð námsgjöld nú þegar verið er að prufukeyra námið, en nemendur þurfa að greiða ferða og uppihaldskostnað. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2023.

Slóð á frekari upplýsingar: https://www.hs-osnabrueck.de/en/translate-to-english-kompetenzzentrum-hochschul-und-wissenschaftsmanagement/translate-to-english-zertifikatsprogramme-und-studium-einzelner-module/eurestma/

Félagsfundur um Horizon Europe

Haldinn var félagsfundur um Horizon Europe, næstu rannsóknaáætlun ESB sem hefur göngu sína um næstu áramót, í Háskóla Íslands 20. febrúar síðastliðinn. Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís kynnti stöðu mála við mótun áætlunarinnar og árangur Íslands í núverandi áætlun Horizon 2020.

Nálgast má kynningu Aðalheiðar hér.

INORMS 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu INORMS 2020 í Hiroshima í Japan. Einnig hefur verið kallað eftir erindum. Ráðstefnan verður haldin 25 – 28 maí 2020.
Félag rannsóknastjóra á Íslandi er aðili að INORMS (International Network Of Research Management Societies) og greiða félagsmenn því lægra skráningargjald.

Vefsíða INORMS: https://inorms.net/
Vefsíða ráðstefnunnar: https://inorms2020.org/
Skráning: https://inorms2020.org/registration
Kall eftir erindum: https://inorms2020.org/call

Námskeið: Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon 2020

Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020 og Horizon Europe föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 9:00 – 12:30. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík. Námskeiðið er ætlað umsækjendum og verkefnastjórum eða rannsóknastjórum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Frekari upplýsingar og skráning er á heimasíðu rannís.